Kothúsavegur 12, Garður

Verð 36.900.000

TegundEinbýlishús Stærð256.90 m2 6Herbergi 2Baðherbergi Sérinngangur

Höfði fasteignasala kynnir virðulegt eldra hús mikið endurnýjað og í góðu viðhaldi með vinnustofu í Garðinum, húsið hentar einstaklega vel handverks eða listafólki.Húsið er  alls um 256,9fm.Eignin skiptist sem hér segir:Neðri hæð: Andyrir, snyrting, eldhús með borðkrók og tvær stofur. Stofurnar eru samliggjandi Útgengt er úr annarri stofunni  út á verönd  sem er á tveimur pöllum og á neðri pallinum er heitur pottur, einnig er útgengt á veröndina úr millibyggingu milli húss og bílskúrs.. Falleg hvít innrétting er í eldhúsi,  og gaseldavél. Snyrting á neðri hæð er með hvítri innréttingu og upphengdu wc. flísar á veggjum. Forstofan er nýleg og þaðan er gengið inn í gamla húsið, kjallarann og vinnustofuna við bílskúrinn. Gólfefni, gólfborð og í stofunum eru þau upprunaleg og steinteppi á anddyri

Efri hæð: Tvö herbergi, baðherbergi og litla stofu/sjónvarpsherbergi. Herbergin er bæði stór og undir súð, fataskápar í báðum herbergjum. Baðherbergið er með sturtu og þvottaaðstöðu. Frá sjónvarpsherberginu er útgengt á svalir og þaðan er fallegt sjávarútsýni, Gólfefni, parket og dúkur.

Kjallarinn var grafinn út árið 2008  Í dag er þar setustofa,  geymsla og einum veggnum lagna grind hússins.Anddyri var byggt 2008 og er um 10 fm.  þaðan er gengið inn í eldra húsið og viðbygginguna.Viðbygging : Úr anddyri  er gengið inn í þann hluta hússins sem í dag er innréttaður sem vinnustofa og verslun, þar eru flísar á gólfi. Þessi viðbygging er milli bílskúrs og húss. Í viðbyggingunni er lagt fyrir vatni og rafrmangi og frárennsli svo innrétta má íbúð í viðbyggingunni.Bílskúr  er sambyggður vinnustofunniHúsið var endurnýjað að miklu leyti á árunum 2000 til 2013 skipt var um gler og glugga árið 2010 og árið 2008 var kjalarinn grafin út og byggð forstofa. Þá var og skiptum allar vatns og hitavatnslagnir einnig var rafmagn þá endurnýjað.  

Þak var endurnýjað fyrir um 18 árum Húsið var klætt að utan með álbáru þegar bílskúr og viðbygging voru byggð 2012.

 

Kothús er  eitt af elstu húsunum í Garði og er útsýni þaðan mikið, yfir haf og land..Upplýsingar veitir Árni Þorsteinsson  gsm 898 3459 email arni@hofdi.is

 

í vinnslu