Kórsalir 5, Kópavogur


TegundFjölbýlishús Stærð264.10 m2 5Herbergi 2Baðherbergi Sameiginlegur

**Laus strax lyklar á skrifstofu**
Stórglæsileg útsýnisíbúð á efstu hæð. Íbúðin er sérlega vel skipulögð, arinn, fernar svalir þar af einar stórar yfirbyggðar vestur svalir, sér stæði í bílageymslu og tvær sér geymslur, ásamt sameiginlegri dekkja- og hjólageymslu auk hefðbundinnar sameignar. Íbúðin er með útsýni til suðurs, vesturs og norðurs. Allar innréttingar eru frá Axis.  ATH. mögulegt að fjölga svefnherbergjum. Íbúðin hefur verið mikið endurbætt, m.a. skipt út gips klæðningu í loftum að hluta fyrir sérstakar hljóðdempandi plötur, yfirbyggðar svalir og fl.
Komið er inn í flísalagt anddyri með skápum.

Hjónaherbergi með baðherbergi innaf, sem allt er flísalagt með hornbaðkari, parket og skápar eru í herberginu.

Stofa er stór með mikilli lofthæð og glæsilegu útsýni.

Eldhús er með vandaðri innréttingu, granít á borðum, eyju og vönduðum tækjum.  Sér þvottahús með innréttingum.  Yfirbyggðar svalir með glerlokun.

Baðherbergi er flísalagt með sturtuklefa og innréttingum.

Tvö rúmgóðparketlögð herbergi með skápum. Geymsla er undir súð innaf öðru herberginu.

Arinstofa er flísalögð með útgangi út á norðursvalir.

Úr forstofu er vandaður stigi upp á efri hæð, þar semer alrými með parketi á gólfi, svölum og fallegu útsýni. 
Hér er á ferðinni vönduð íbúð á frábærum útsýnisstað. Hér er stutt í óspillta náttúru og öll þjónusta í næsta nágrenni.   
Allar nánari upplýsingar veitir Ásmundur Skeggjason fasteignasali, asmundur@hofdi.is, Gsm 895 3000.

 

í vinnslu