Fosshóll Gistihús við Goðafoss , Fosshóll


TegundAtvinnuhúsnæði Stærð997.10 m2 23Herbergi Baðherbergi Margir inngangar

Gistiheimilið Fosshóll stendur við þjóðveg 1 við bakka Goðafoss í Skjálfandafljóti.  Þar hefur verið rekin veitingarsala og gistihús frá árinu 1927.  Frá 1997 hefur staðurinn verið í eigu Fosshóls ehf og er það félag nú til sölu.

Staðsetning : Er við þjóðveg 1 á krossgötu við Sprengisandsveg.  Staðsetning er nokkuð miðsvæðis fyrir þá fjölmörgu ferðamenn sem ætla sér að skoða " Dematnshringinn" en til hans telja auk Goðafoss : Mývatn ( 35 km),  Dettifoss (120 km), Aldeyjarfoss (45 km) og Ásbyrgi (110 km).   Til Húsavíkur eru svo 46 km og eftir opnun Vaðlaheiðiganga verða einungis 35 km til Akureyrar.  Miklir framtýðar möguleikar felast í þessari staðsetningu.

Landið :  Eignarlandið er 7,4 hektarar við Þjóðveg 1 austan við Goðafoss.  Einnig fylgja um 51,2 hektarar af  erfðafestulandi.   Á síðustu árum hefur aðstaða fyrir ferðamenn verið bætt mjög við Goðafoss. 

Húsakostur : Í dag eru 23 herbergi til útleigu í þremur húsum.  Í aðal byggingunni er svo veitingastaðurinn sem rúmar 50-60 manns.  Frá veitingarstað er fallegt útsýni út að Goðafossi.  Að auki er hlaða sem notuð er sem geymsla og starfsmannahús.  Samtals er húsakostur 997,1 fm.  Ástand húsanna er almennt gott jafnt að innan sem utan. Að sögn eiganda eru allar frárennsli lagnir nýlegar ásamt rotþró.  Vatnaslagnir eru einnig nýlegar.

Reksturinn :     Reksturinn hefur gengið vel á undanförnum árum og skilað góðri afkomu.  Herbergja nýting hefur verið mjög góð og vel mætti auka herbergja framboð verulega og er í raun orðin mikil þörf á því.  Einnig felast miklir möguleikar í lengingu opnunartíma.  Sveitarstjórn og skipulagsyfirvöld í Þingeyjarsveit eru mjög áhugasöm um frekari uppbyggingu á svæðinu.

Heimasíað Fosshóls :  http://godafoss.is
Hér má sjá frétt um Fosshól : https://www.frettabladid.is/lifid/feramannaperla-vi-goafoss-a-170-milljonir
Hér má sjá myndband af staðnum : https://www.youtube.com/watch?v=97k1cKhXmzo&feature=youtu.be

Nánari upplýsingar veitir :   Brynjar s: 698-6919


 

í vinnslu