Miðleiti 4, Reykjavík


TegundFjölbýlishús Stærð149.20 m2 4Herbergi 1Baðherbergi Sameiginlegur

BJÖRT OG RÚMGÓÐ 123,8 FM ÍBÚÐ RÉTT VIÐ KRINGLUNA - 103 REYKJAVÍK. 

Samkvæmt skráningu Þjóðskrá Íslands er birt flatarmál eignarinnar 149,2 fm.

Um er að ræða útsýnisíbúð á 4.hæð í steinsteyptu fjölbýli byggðu árið 1983 á vinsælum stað í Reykjavík. Ásamt skráðu 25,4 fm stæði í bílskýli hússins.
Gengið er inn í rúmgott hol er aðskilur vistaverur íbúðarinnar, til vinstri eru tvö svefnherbergi en baðherbergið er beint inn af inngangi. Til hægri við inngang er þvottahúsið, lengra inn af eldhúsið og svo mjög rúmgóð stofa með borðstofu. Gengið eru út á suðvestur svalir úr borðstofunni. Sér geymsla fylgir ásamt stæði í bílskýli hússins, en öll sameign er sérstaklega snyrtileg.

Forstofa: Fatahengi og parket á gólfi.
Eldhús: Parket á gólfi, falleg innrétting með góðu skápaplássi, borðkrókur.
Stofa/borðstofa: Bjartar og rúmgóðar, parket á gólfum. Gengið út á suðvestur svalir úr borðstofunni.
Svefnherbergi: Herbergin eru parketlögð með góðu skápaplássi, en hjónaherbergið er mjög rúmgott með fallegu útsýni. 
Baðherbergi: Flísar á gólfi, innrétting með handlaug og sturta.
Þvottahús: Flísar á gólfi og góðri skápar.
Geymsla: Sér ca.11 fm geymsla er í kjallara.

Að sögn eiganda hefur húsinu verið vel við haldið, en árin 2013 og 2014 voru múrviðgerðir framkvæmdar á húsinu og það málað sem og viðgerðir á gluggum og skipt var um gler í flestum gluggum.
Um sumarið 2016 var gert við þakið og í október 2017 var skipt um stóra hallandi stofugluggan, tréverk og gler.
 
- Ljósleiðari er kominn í húsið.
- Fordæmi eru í húsinu fyrir að gera þriðja herbergi innst inn af stofunni.

Í sameign er sameiginleg þvottahús með þvottavél, vagn- og hjólageymsla.

Allar nánari uppl. og skoðun veitir: 
Jóhann Friðgeir GSM: 896-3038 e-mail: johann@hofdi.is

í vinnslu