Seljaland 1, Reykjavík


TegundFjölbýlishús Stærð113.90 m2 4Herbergi 1Baðherbergi Sameiginlegur

Eignin er SELD - Með fyrirvara!

BJÖRT OG RÚMGÓÐ 4RA HERB. ÍBÚÐ Á 1.HÆÐ MEÐ ENDABÍLSKÚR, Á ÞESSUM VINSÆLA STAÐ - 108 REYKJAVÍK!

Samkvæmt skráningu Þjóðskrá Íslands er birt flatarmál eignarinnar 113,9 fm.

Gengið er inn í rúmgott hol með fataskáp, strax til hægri er eldhúsið og stór stofan lengra inn af, svefnálman með þremur svefnherbergjum er inn af holinu til vinstri með baðherberginu.

Forstofa//hol: Rúmgott með parketi á gólfi og fataskápur, aðskilur allar vistaverur íbúðarinnar.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, falleg innrétting, rúmgóð stór flísalögð sturta.
Svefnherbergin: Öll herbergin eru parketlögð og með góðum fataskápum.
Eldhús: Falleg innrétting með miklu skápaplássi, borðkrókur og flísar á gólfi.
Stofan: Parketlögð, björt og rúmgóð, gott pláss fyrir borðstofu og útgengt út á stórar flísalagðar suður svalir með útsýni. 
Geymsla: Sér geymsla fylgir í kjallara.
Þvottahús: Gott sameiginlegt þvottahús er í kjallara.
Bílskúr: Bílskúrinn er endaskúr, 23,6 fm með millilofti. Sjálfvirkur opnari, rafmagn ásamt heitu og köldu vatni. 
 

- Snyrtileg sameign.

 
ATH! STUTT Í LEIK- OG GRUNNSKÓLA, ÁSAMT ELLIÐAÁRDAL, FOSSVOGINN OG ÆFINGARSVÆÐI VÍKINGS.

Allar nánari uppl. og skoðun veitir:
Jóhann Friðgeir GSM: 896-3038  e-mail: johann@hofdi.is

í vinnslu