Dagverðarnes, Skorradal 26, Borgarbyggð


TegundSumarhús Stærð70.70 m2 4Herbergi 1Baðherbergi Sérinngangur

Fallegt og vel byggt 70,7 fm. sumarhús í landi Dagverðarness í Skorradal. Húsið er staðsett í neðsta botlanga við vatnið með geysi fögru útsýni yfir Skorradalsvatn og víðar. Einstök staðsetning í einu eftirsóttasta sumarhúsasvæði landsins. 
Lýsing: Bústaðurinn skiptist m.a. í þrjú svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og stofu. Flísar á forstofu og baðherbergi og plastparket á öðrum gólfum.Stór verönd er kringum bústaðinn með heitum potti. Rafmagnskynding er í húsinu og heitt vatan frá hitatúbu. Húsið er timburhús byggt árið 2001 og er panelklætt að innan.  Undirstöður eru steyptar súlur. Lóðin er 2.650 fm. eignalóð. Svæðið er lokað með öryggishliði. 

Uppl. veitir Runólfur viðsk.fr. lögg.fast. á Höfða  s. 892 7798.  runolfur@hofdi.is

í vinnslu