Goðheimar 16, Reykjavík


TegundHæð Stærð153.90 m2 5Herbergi 1Baðherbergi Sameiginlegur

Falleg, rúmgóð og björt fimm herbergja hæð ásamt bílskúr við Goðheima 16 í Reykjavík. Íbúðin er skráð 130,3 fm og bílskúr 23,6 fm; samtals 153,9 fm.   Húsið stendur neðan við götu og  því tilheyrir skjólgóður garður.

 

Lýsing eignar:

Hæðin skiptist í anddyri, gang, tvær samliggjandi stofur, eldhús, baðherbergi og þrjú svefnherbergi. Möguleiki á að bæta fjórða herberginu við. Í kjallara er geymsla og sameiginlegt þvottahús.   Það er nýlegt harðparket á gólfi íbúðarinnar nema á baði og í eldhúsi.

Inngangur :  Sameiginlegur með efri hæð. Rúmgóður stigapallur fyrir framan íbúð.

Hol : Rúmgott  og gæti hluti af því nýst sem fjórða herbergið.

Eldhús :  Með góðri innréttingu og tækjum ásamt borðkrók. Dúkur á gólfi.

Stofur : Tvær rúmgóðar og bjartar stofur. Útgengi á suður-svalir.

Herbergjagangur :  Með fatahengi.

Herbergi :  Tvö herbergi  og er skápur í öðru þeirra.

Hjónaherbergi : Rúmgott með útgengi á suður-svalir.

Baðherbergi : Með ágætri innréttingu. Flísar á gólfi og veggjum. Sturtuklefi með nýjum blöndunartækjum, upphengt klósett, möguleiki á að hafa þvottavél og þurrkara.

Sér geymsla : Er í kjallara.

Sameiginlegt þvottahús :  Í kjallara.

Bílskúr : Stendur við hliðina á húsinu, fjær. Heitt og kalt vatn ásamt rafmagni. Ný bílskúrshurð með brautum fylgir en hún er óuppsett. Hiti er í innkeyrslu að bílskúr.

Annað: Gert var við þak hússins árið 2016.
 

Frekari upplýsingar: Brynjar s: 698-6919

í vinnslu