Ullarskarðssund 7, 311 Borgarbyggð

5 Herbergja, 85.10 m2 Sumarhús, Verð:25.900.000 KR.

Fallegur og vel byggður 85,1 fm. sumarbústaður við Ullarskarðssund nr. 7 í Þverárhlíð í Borgarfirði. Sumarhúsið er timburhús á tveimur hæðum, byggt árið 2005 og er í góðu ástandi að utan og innan. Húsið stendur á steyptum undirstöðum og er panelklætt að innan.  Húsið skiptist í forstofu, baðherbergi, stofu og eldhús og tvö svefnherbergi á neðri hæð. Á efri hæð eru tvö svefnherbergi með útg. á svalir. Plastparket er á gólfum neðri hæðar að undanskildu baðherbergi og forstofu sem er með korkflísum, en viðargólf eru á efri hæð. Stór timburverönd er kringum húsið með heitum potti (rafmagnspotti). Geymsla er undir verönd. Gott útsýni er frá húsinu. Lóðin er 5.892 fm. leigulóð til 25 ára frá árinu 2004. Lóðarleiga er um kr. 75 þús. á ári. Mögulegt er að fá lóðina keypta. Hitaveita er á svæðinu sem mögulegt er að tengjast.  Uppl., ...

Meðalholt 2, 105 Reykjavík

3 Herbergja, 63.00 m2 Fjölbýlishús, Verð:32.900.000 KR.

Íbúðin er SELD! FALLEG 3JA HERB. ÍBÚÐ Á ÞESSUM VINSÆLA STAÐ í 105 REYKJAVÍK! Samkvæmt skráningu Þjóðskrá Íslands er birt flatarmál eignarinnar 63,0 fm. Hol: Aðskilur stofu, eldhús og baðherbergi, dúkur á gófli. Inn af forstofu er stofan, en til vinstri er baðherbergið. Eldhúsið er til hægri og úr því er gengið inn í borðstofun sem einnig er opin í stofuna. Hringstigi er niður í herbergið úr borðstofunni. Úr því herbergi er gengið inn í sameign í kjallara sem er gangur og rúmgott þvottahús. Sér rúmgóð geymsla er einnig í kjallara. Herbergið í kjallara 12,6 fm bíður jafnvel upp á útleigumöguleika, en athuga þyrfti með baðherbergi í því samhengi niðri. Baðherbergi: Flísalagt, sturta og lítil innrétting. Svenherbergi: Hringstigi er úr herberginu upp á hæðina, parket á gólfi. Eldhús: Eldhúsið er með dúk á gólfi, nokkuð gott skápaláss og spanhelluborð og nýr blástursofn. Stofur: Stofan og borðstofan eru með dúk á ...

Bitra land 215992, 801 Selfoss

22 Herbergja, 580.90 m2 Atvinnuhúsnæði, Verð:185.000.000 KR.

FALLEG JÖRÐ OG GISTIHEIMILI Í FULLUM REKSTRI, *TÆKIFÆRI Í FERÐAÞJÓNUSTU*! TILVALIÐ FYRIR HESTAFÓLK, GÓÐAR REIÐLEIÐIR Á OG VIÐ JÖRÐINA! Jörðin Bitra í Flóahreppi sem staðsett er við þjóðveg nr. 1, u.þ.b. 15 km. austan við Selfoss. Jörðin liggur að hluta meðfram Skeiðavegi. Um er að ræða reksturinn og 581 fm reislulegt hús, sem stendur á 5 ha. lóð auk u.þ.b. 100 ha. lands, allt á láglendi. Húsið er á þremur hæðum, byggt 1985, vel byggt með þykkum útveggjum. Húsið ber engin merki skjálftans frá árinu 2000 sem mældist 6,4 á ricter. Á gólfum hússins er dúkur, parket og flísar. Í húsinu er í dag rekin ferðaþjónusta. Íbúðarhúsið samanstendur af sér 3ja herbergja ca. 80 fm. íbúð, 17 herbergjum (37 fleti) sem leigð eru til ferðamanna, stóru eldhúsi,  borðsal, setustofu og annarri sameiginlegri aðstöðu fyrir gesti. Útsýnið frá eigninni er einstakt og umhverfi hússins er hið snyrtilegasta, við inngang ...

Urðarbakki 22, 109 Reykjavík

6 Herbergja, 192.40 m2 Raðhús, Verð:65.900.000 KR.

ATH. opið hús mánudag 24. júlí kl. 17 - 17,30 Fallegt 192,4 fm. raðhús að meðtöldum 20 fm. innb. bílskúr, alls skráð 192,4 fm. skv. Þjóðskrá. Húsið er steinhús byggt árið 1969. Húsið er talsvert endurnýjað að innan og var málað að utan árið 2016. Hitalögn í bílastæði framan við hús.  Lýsing: Inngangur á miðpall. Forstofa er með flísum og skápum. Stigapallur flísalagður. Eldhús flísalagt, falleg viðarinnrétting og borðkrókur.  Efri pallur: Rúmgóðar stofur með parketi, útg. á stórar suð-vestur svalir.  Neðri pallur: Gangur með parketi og skápum.  Stórt svefnherbergi með parketi og nýlegum skáp frá Axis (var áður tvö herb.)   Hjónaherbergi með parketi og nýlegum skápum frá Axis, útg. á sólpall og í garð.  Svefnherbergi með parketi.  Baðherbergi, endurnýjað, flísalagt í hólf og gólf, nuddbaðkar og sturtuklefi og hvítar innréttingar við vask og við vegg. Hitalögn í gólfi baðherbergis.  Neðsti pallur: Gangur með parketi. Rúmgott flísalagt þvottahús. Búr/geymsla ...

Hallkelshólar lóð 82 82, 801 Selfoss

3 Herbergja, 69.50 m2 Sumarhús, Verð:21.900.000 KR.

Fallegt og vel skipulagt 69,5 fm sumarhús á lóð nr. 82 í landi Hallkellshóla í Grímsnesi. Húsið er á einni hæð og á steyptri gólfplötu með hitalögn. Fallegar flísar eru á öllum gólfum. Forstofa er með skápum. Eldhús og stofa eru í alrými, kamína í stofu og útgangur er á stóra verönd. Baðherbergi er með sturtu, innrétting, útgangur á verönd og í heitan rafmagnspott sem fylgir. Tvö herbergi, skápur er í öðru og tvær kojur  með svefnplássi fyrir 4. Hitt herbergið er með hjónarúmi. Geymsluskúr er við hús og þar er tengi fyrir þvottavél. Mikið hefur verið gróðursett á lóðinni. Húsið stendur á 5000 fm lóð og er lóðarleiga um 88 þús á ári. (langur leigusamningur) Stutt er í Kiðjaberg og Minniborgir, stórt sameiginlegt leiksvæði í göngufæri, öflugt og gott sumarhúsafélag á lokuðu svæði, Allt innbú fylgir utan persónulegra muna og sjónvarpstækis. Frekari ...

Skólavörðustígur 44A, 101 Reykjavík

2 Herbergja, 66.00 m2 Tví/Þrí/Fjórbýli, Verð:39.900.000 KR.

Huggluleg 2ja herb. 66 fm. íbúð á 2. og 3. hæð við Skólavörðustíg. Húsið er steinhús byggt árið 1923.  Inngangur að bakhúsi er gegnum lokað port og sér inngangur í íbúðina frá bakgarði hússins. Íbúðin er á tveinur hæðum og skiptist í forstofu, hol, eldhús og baðherbergi á neðri hæð. Á efri hæð er stofa og opið svefnrými. Flísar eru á gólfi forstofu og baðherbergis, en parket á öðrum gólfum íbúðarinnar. Baðherbergi er með baðkari og innréttingu við vask.Tengt fyrir þvottavél á baðherbergi.  Í eldhúsi er hvít snyrtileg innrétting. Geymsla er undir útitröppum. Ágætur lokaður bakgarður er við húsið.  Uppl. veitir Runólfur viðsk.fr. lögg.fast. á Höfða s. 892 7798.  runolfur@hofdi.is

Dalsel 40, 109 Reykjavík

7 Herbergja, 194.10 m2 Fjölbýlishús, Verð:57.900.000 KR.

Eignin er SELD - Með fyrirvara! TVÆR ÍBÚÐIR ÁSAMT BÍLSKÝLI Í 109 REYKJAVÍK.  Samkvæmt skráningu Þjóðskrá Íslands er birt flatarmál eignarinnar 194,1 fm.   Aðal íbúðin er á 1.hæð samtals 100,7 fm með tveimur svefnherbergjum, stórri stofu, eldhúsi, baðherbergi, geymslu og holi. Íbúðin niðri er 62,1 fm með tvemur svefnherbergjum, eldhúsi opnu í stofuna, baðherbergi og geymslu. Auðvelt er á að setja hringstiga niður úr aðalíbúðinni eins og teiknigar gera ráð fyrir og íbúðin var, enda er eignin skráð sem ein heild. Nánari lýsing, 1.hæð: Svefnherbergi: Parketlögð með góðu skápaplássi í hjónaherberginu. Eldhús: Glæsilegt, Nýleg innrétting með góðu skápaplássi, keramik helluborð, borðkrókur og flísar á gólfi.  Stofan: Mjög rúmgóð með parketi á gólfi, útgengt út á yfirbyggðar svalir sem snúa í suð-vestur. Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, baðkar með sturtuaðstöðu, tveir vaskar, góð innrétting og tengi fyrir þvottavél. Hol: Flísar og parket á gólfi, góður fataskápur og geymsla við hliðina. Nánari lýsing, neðri hæð: Svefnherbergi: Parketlögð með góðu skápaplássi. Eldhús: ...

Mardalur 10, 260 Reykjanesbær

5 Herbergja, 213.80 m2 Raðhús, Verð:47.900.000 KR.

Höfði fasteignasala kynnir 213,8 fermetra raðhús með innbyggðum bílskúr að Mardal 10 Innri Njarðvík.  Húsið er nánast komið á byggingastigi 5. Eftir á að klæða tvo veggi öðrumegin.  Búið er að draga í rafmagn og sparsla veggi.  Gólf hiti er í húsinu og eftir á að ganga frá hitastillingum.   Stutt verður í leik og grunnskóla sem verið er að byggja í nágrenninu.  Íbúðin er 186,3 fermetrar og  bílskúrinn 27,5 fermetrar. Eignin skiptist þannig að á neðri hæð er anddyri og þaðan gengið inn í þvottahús og baðherbergi neðri hæðar.  Úr anddyri er einnig gengið inn í sameiginlegt ríma þar sem er stofa, eldhús og borðstofa.  Fyrir enda stofunnar er steyptur stigi upp á aðra hæð hússins .  Við hlið anddyris  er bílskúr. Komið er upp í opið fjölskyldu rími og þaðan er gengið út á svalir sem snúa í suður.  Á ...

Háaleitisbraut 105, 108 Reykjavík

3 Herbergja, 89.00 m2 Fjölbýlishús, Verð:41.900.000 KR.

Opið Hús miðvikudaginn 19.07.2017 á milli kl 17.30 - 18.00 Góð 3ja herbergja 89 fm íbúð á 1.h. í fjölbýli við Háaleitisbraut 105 í Reykjavík.  Íbúðin var töluvert endurnýjuð árið 2013 og var þá skipt um öll gólfefni, eldhúsið var endurnýjað, skipt var um gler í stofu og baðherbergið endurnýjað. Húsið var tekið í gegn að utan árið 2016 og nú í sumar.  Þá var það steypuviðgert og málað.  Einnig var þak þá  skipt um gler í herbergjum og baðherbergi. Hol :  Parket á gólfi og skápar. Stofa : Rúmgóð mep oarketi á gólfi og útgang út á vestur - svalir. Eldhús :  Parket á gólfi.  Falleg hvít innrétting , eldavél, ofn.og tengt fyrir uppþvottavél. Herbergjagangur : Parket á gólfi, skápar og útgangur út á svalir. Baðherbergi : Flísar á gólfi, baðkar, gluggi, tengt fyrir þvottavél og innrétting Herbergi : Parket á gólfi Hjónaherbergi :  Rúmgott með parketi ...