Kirkjuvellir 7, 221 Hafnarfjörður

3 Herbergja, 102.70 m2 Fjölbýlishús, Verð:39.900.000 KR.

Falleg þriggja herbergja íbúð á 5.hæð merkt 504 ásamt sér stæði í bílageymslu. Lyfta er í húsinu. Komið er inn í parketlagða forstofu, skápur. Á hægri hönd er geymsla. Hol er parketlagt. Eldhús er með snyrtilegri innréttingu, flísar eru á gólfi. Stofa er parketlögð, útgangur er á svalir. Hjónaherbergi er parketlagt, skápur. Barnaherbergi er parketlagt, skápur. Sér þvottahús er í íbúð. Baðherbergi er flísalagt, sturta, innrétting. Allar nánari upplýsingar veitir Ásmundur Skeggjason fasteignasali, asmundur@hofdi.is, gsm 895 3000.-

Hallkelshólar 55, 801 Selfoss

4 Herbergja, 58.80 m2 Lóð / Jarðir, Verð:14.000.000 KR.

Höfði fasteignasala kynnir 58,8fm sumarbústað í landi Hallkelshóla í Grímsnes- og Grafningshreppi sem stendur á 7.800fm leigulóð. Eignin skiptist í stofu, hol, eldhús, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Nánari lýsing: Á bústaðnum eru tvennar dyr annarsvegar í eldhús og hinsvegar í stofu . Eldhúsið er rúmgott, hvít og grá eldhúsinnrétting með gaseldavél og gas ísskáp Edhúsið er í nýjasta hluta hússinsí í elsta hluta bústaðarins er hol milli eldhúss og stofu og eitt svefnherbergi úr stofu er gengið inn í annað svefnherbergið og baðherbergið.  Svefnherbergið stofumegin er  með fataskáp og baðherbergið með sturtu  Dúkur á gólfi í eldhúsi og gólfborð og parket annarsstaðar panilklæddir veggir og loft. Bústaðurinn er kynntur með kamínu og gasofnum og sólarsellur sjá um rafmagn, vatn er hitað með gashitara og er því bústaðurinn mjög ódýr í rekstri. Sumarbústaðurinn er klæddur með liggjandi viðarklæðningu og með bárujárnsþaki. Viðarpallur er umhverfis húsið ...

Laxatunga 37, 270 Mosfellsbær

6 Herbergja, 258.70 m2 Einbýlishús, Verð:77.800.000 KR.

Skemmtilegt einbýlishús við Laxatungu í Mosfellsbæ. Um er að ræða 215,3 fm. íbúðarhluta á einni hæð (pallur niður í sjónvarpsherbergi og stofu), auk 43,4 fm. bílskúrs, samtals 258,7 fm. Samkv. Þjóðskrá Íslands er eignin á byggingarstigi 6 þ.e. fullgerð bygging án lóðarfrágangs og matsstigi 8 þ.e. tekið í notkun í byggingu. Húsið er byggt úr forsteyptum viðhaldslitlum einingum sem settar eru saman á byggingarstað. Húsið var byggt árið 2008 og virðist í mjög góðu ástandi. Skipti koma til greina á ódýrari eign í Mosfellsbæ.  Lýsing: Gengið er inn í rúmgóðan forstofugang með skápum, frá forstofugangi er komið inn í stórt alrými með innfelldri lýsingu og gangi beggja vegna sjónvarpsstofu í miðrými. Alrýmið tengir saman aðra hluta hússins, þ.e. fjögur svefnherbergi með skápum, þvottaherbergi með útgengi í bílskúr, tvö baðherbergi, annað þeirra stórt með baðkari, upphengdu salerni, innréttingu við vask sem og skápum á ...

Ásland 22B, 270 Mosfellsbær

8 Herbergja, 242.30 m2 Parhús, Verð:83.900.000 KR.

Fallegt og gott parhús með aukaíbúð við Ásland í Mosfellsbæ. Eignin skiptist í tvær íbúðir á sama fastanúmeri, íbúð á hæð ca. 150 fm. með gangi neðri hæðar auk bílskúrs og íbúð á jarðhæð ca. 60 fm. með sér inngangi. Um er að ræða 209,7 fm. eign á tveimur hæðum auk 32,6 fm. innbyggðs bílskúrs, samtals 242,3 fm.  - Skipti möguleg á minni eign í Mosfellsbæ. Lýsing: Í aðalíbúðina er gengið inn á mjög rúmgóðan gang þaðan sem innangengt er í bílskúr, auðvelt er að opna frá gangi inn í aukaíbúð ef vill. Frá gangi er gengið upp stiga til efri hæðar sem samanstendur af þremur svefnherbergjum, rúmgóðu baðherbergi með hita í gólfi upphengdu salerni, bakari með sturtuaðstöðu, handklæðaofni og innréttingu við vask. Á hæðinni er rúmgott þvottahús. Eldhúsið er mjög rúmgott með fallegri viðarinnréttingu, miklu skápaplássi, stórri eyju með granítplötu, rúmgóðri borðastöðu og ...

Blásalir 14, 201 Kópavogur

3 Herbergja, 97.00 m2 Fjölbýlishús, Verð:44.900.000 KR.

Gullfalleg og vel skipulögð þriggja herbergja íbúð á 1. hæð í klæddu fjölbýlishúsi á þessum eftirsótta stað. Sér inngangur er í íbúðina ásamt sér timburverönd með skjólveggjum. Fjórar íbúðir eru í húsinu. Forstofa er flísalögð skápur. Hol er parketlagt. Tvö parketlögð herbergi, skápar eru í herbergjum. Sér þvottahús með flísum. Baðherbergi er flísalagt, baðkar með sturtuaðstöðu, innrétting. Stofa er parketlögð, útgangur er á verönd, fallegt útsýni til suð-vesturs. Eldhús er opið við stofu, eyja.  Sér geymsla auk hefbundinnar sameignar.  Eignin er laus og eru lyklar á skrifstofu, allar nánari upplýsingar veitir Ásmundur Skeggjason fasteignasali, asmundur@hofdi.is, Gsm 895 3000.-

Fosshóll Gistihús , 645 Fosshóll

23 Herbergja, 997.10 m2 Atvinnuhúsnæði, Verð:0 KR.

Gistiheimilið Fosshóll stendur við þjóðveg 1 við bakka Goðafoss í Skjálfandafljóti.  Þar hefur verið rekin veitingarsala og gistihús frá árinu 1927.  Frá 1997 hefur staðurinn verið í eigu Fosshóls ehf og er það félag nú til sölu. Staðsetning : Er við þjóðveg 1 á krossgötu við Sprengisandsveg.  Staðsetning er nokkuð miðsvæðis fyrir þá fjölmörgu ferðamenn sem ætla sér að skoða " Dematnshringinn" en til hans telja auk Goðafoss : Mývatn ( 35 km),  Dettifoss (120 km), Aldeyjarfoss (45 km) og Ásbyrgi (110 km).   Til Húsavíkur eru svo 46 km og eftir opnun Vaðlaheiðiganga verða einungis 35 km til Akureyrar.  Miklir framtýðar möguleikar felast í þessari staðsetningu. Landið :  Eignarlandið er um 10 hektarar við Þjóðveg 1 austan við Goðafoss.  Einnig fylgja um 60 hektarar af  erfðafestulandi.   Á síðustu árum hefur aðstaða fyrir ferðamenn verið bætt mjög við Goðafoss.  Húsakostur : Í dag eru ...

Trönuhjalli 7, 200 Kópavogur

3 Herbergja, 91.60 m2 Fjölbýlishús, Verð:39.900.000 KR.

Laus strax! - Falleg 3ja herb. íbúð með stórum svölum til suð-vestur og glæsilegu útsýni. Samkvæmt skráningu Þjóðskrá Íslands er birt flatarmál eignarinnar 91,6 fm. Komið er inn í hol/gang sem aðskilur allar vistarverur íbúðarinnar, til vinstri er stofan, beint innaf er opið í eldhúsið,  en til hægri er gangur í svefnálmuna með tveimur svefnherbergjum og baðherbergi. Sér geymsla er svo á jarðhæð.  Hol/gangur:  Flísar á gólfi og gott skápapláss. Svefnherbergi: Gott skápapláss í hjónaherberginu, dúkur á gólfum. Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, innrétting, baðkar með sturtuaðstöðu og tengi fyrir þvottavél. Eldhús: Glæsileg innrétting með góðu skápaplássi, flísar á gólfi og borðkrókur. Stofa: Stofan er rúmgóð með parketi á gólfi, útgengt út á stórar svalir til suð-vesturs með frábæru útsýni. Geymsla: Sér 5,0 fm geymsla á jarðhæð með hillum. - Íbúðin er á efstu hæðinni. - Mjög snyrtileg og vel hirt sameign. - Ljósleiðari er komin í húsið. Sameiginlegri vagn- og hjólageymsla er á jarðhæð ásamt þurrkherbergi. Allar nánari uppl. og skoðun veitir: Jóhann Friðgeir GSM: 896-3038 e-mail: johann@hofdi.is

Háholt 4, 270 Mosfellsbær

1 Herbergja, 47.20 m2 Fjölbýlishús, Verð:24.900.000 KR.

**Opið hús þriðjudaginn 04.07.2017 á milli 17 og 18** Falleg íbúð á neðri hæð í virðulegu steinhúsi í miðæ Mosfellsbæjar. Sér inngangur og sér verönd með skjólveggjum. Komið er inn í flísalagða forstofu, skápur. Gangur er parketlagður. Svenkrókur með parketi á gólfi. Baðherbergi er flísalagt, baðkar og sturta, innrétting, t.f. þvottavél. Stofa er parketlögð, útgangur á hellulagða verönd. Eldhús er parketlagt og opið við stofu.  Sameiginleg geymsla. Allar nánari upplýsingar veitir Ásmundur Skeggjason fasteignasali, asmundur@hofdi.is Gsm 895 3000.-

Borgarsandur 9, 850 Hella

4 Herbergja, 175.50 m2 Einbýlishús, Verð:46.900.000 KR.

Gott einbýlishús á einni hæð með stórum bílskúr á vinsælum og kyrrlátum stað á Hellu, Rangárþingi ytra.   Samkvæmt skráningu Þjóðskrá Íslands er birt flatarmál eignarinnar 175,5 fm.   Íbúðin sjálf er skráð 113,3 fm og bílskúrinn með geymslunni sem er opið saman 62,2 fm, lóðin er 765 fm leigulóð. Stofan er rúmgóð og svefnherbergin eru Þrjú. Möguleiki væri að opna eldhúsið inn í stofuna, sólpallur er út af stofunni. Þvottahúsið er með góðu skápaplássi.  Bílskúrinn er draumur hvers manns, hurðinn stór, mjög gott geymsluloft yfir skúrnum.   Forstofa:  Flísalagt með fataskáp. Svefnherbergi:  Í dag eru þrjú parketlögð svefnherbergi. Rúmgott hjónaherbergi með góðum skápum og tvö minni barnaherbergi. Baðherbergi:  Mjög rúmgott, flísalagt og góður sturtuklefi og falleg innrétting. Eldhús: Bjart og rúmgott, nýleg falleg hvítlökkuð innrétting með góðu skápaplássi og borðkrók. Parket á gólfi. Stofa:  Stofan er rúmgóð, parket á gólfi,  Útgengt er út á sólpallinn úr stofunni. Þvottahús:  Þvottahúsið er við innganginn í bílskúrinn með flísum á gólfi og góðu skápaplássi. Útdraganlegt straubretti og fl. í skápunum. Bílskúr:  Stór og ...