Veitingastaður hornafirði 2 , 780 Höfn í Hornafirði
60.000.000 Kr.
Atvinnuhús
2 herb.
190 m2
60.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1897
Brunabótamat
97.900.000
Fasteignamat
26.800.000

TIL SÖLU: Vinsæll veitingastaður á Höfn í Hornafirði – virkilega góðir tekjumöguleikar – ferðamannatímabilið handan við hornið.
Til sölu er rekstur vinsæls veitingastaðar í gamla kaupmannshúsinu á Höfn í Hornafirði, sem er perla í byggingarlist á Höfn. Veitingahúsið er í 190,5 m2 húsnæði sem skiptist í 98,5 m2 á 1. hæð og 92 m2 í kjallara. Veitingastaðurinn hefur verið rekinn með góðum hagnaði undanfarin ár og rekstarmöguleikar góðir. Staðurinn er með leyfi fyrir 50 manns í sæti og er með fullbúnu eldhúsi, forstofu, snyrtingu, borðsal og bar. Kjallari er stór og rúmgóður, þar er nú íbúð en rýmið hefur einnig verið nýtt sem verslun, veitingastaður og bar. Á bakvið er vinnslurými þar sem er m.a. þvottahús og snyrting með sturtu. Á efstu hæð er fjögurra herbergja nýlega uppgerð íbúð með stórum svölum og frábæru útsýni yfir ósinn.  
Húsið er vandað og virðulegt timburhús á þremur hæðum á steyptum kjallara og stendur við aðalgötu bæjarins með útsýni yfir höfnina. Það er allt endurgert á smekklegan máta, smíði og viðhald þess fyrsta flokks og allt í hinu besta ásigkomulagi. Lóðin er snyrtileg og grasi vaxin en byggingarleyfi er fyrir öðru húsi norðanmegin á lóðinni.
Einnig er mögulegt að kaupa húsið sjálft.
 Nánari upplýsingar veitir Auður Björg Jónsdóttir lögmaður í síma 6937674  [email protected]

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.