Um okkur

Fasteignasalan Höfði var stofnuð í júní árið 1997 af Ásmundi Skeggjasyni lögg. fasteignasala og Runólfi Gunnlaugssyni rekstrarhagfræðingi og lögg. fasteignasala.

Skrifstofa fasteignasölunnar var opnuð að Suðurlandsbraut 20 í Reykjavík, hinn 3. Júní það ár. Við opnunina voru starfsmenn fjórir að eigendum meðtöldum. Fyrirtækið haslaði sér völl á hinum hefðbundna fasteignamarkaði með sölu á íbúðar- og atvinnuhúsnæði að markmiði. Í upphafi störfuðu hjá Höfða þær María Haraldsdóttir sölumaður og Áslaug Skeggjadóttir rítari, auk eigenda. Starfsfólk og stofnendur höfðu langa reynslu af störfum á fasteignamarkaði áður. Á þessum tímapunkti voru tvíræðir tímar á fasteignamarkaðnum. Markaðurinn hafði verið í talsverðri lægð síðustu fjögur árin og fasteignaverð hafði verið í sögulegu lágmarki um nokkurð skeið. Rekstur Höfða gekk vel og fyrirtækið náði strax fótfestu á fasteignamarkaðnum. Strax á fyrstu misserum fyrirtækisins varð ljóst að jafnvægi hafði skapast á fasteignamarkaði með aukinni eftirspurn. Árin 1999 og 2000 urðu happadrjúg fyrir seljendur fasteigna því það tímabil einkenndist af algjörum seljandamarkaði. Gífurleg spenna var á markaðnnum og algengt að kaupendur yfirborguðu eignir. “Skráð eign er seld eign” sögðu fasteignasalar gjarnan þá. Verð á fasteignum hækkaði stöðugt og eitt lengsta verðhækkunar tímabil í sögu fasteignamarkaðarins eftir stríð, varð staðreynd á miðju aldamótaárinu 2000.

Fasteignasalan Höfði kappskostaði strax í byrjun að taka í notkun nýjustu tækni til að sinna markaðnum. Vefurinn (internetið) var þá að hefja innreið sína í Íslenskt viðskiptalíf með öllum sínum margbreytileika og möguleikum. Brátt varð öllum fyrirtækjum ljóst að enginn var maður með mönnum nema búa yfir eigin heimasíðu þar sem afurðir og þjónusta fyrirtækja var boðin almenningi með aðgengilegum hætti. Nettengingar helltust yfir heimilin í landinu og nýtt Íslandsmet leit dagsins ljós eins og svo oft áður, miðað við höfða tölu að sjálfsögðu. Hin gömlu og frumstæðu vinnutæki fasteignasala, minnisblokk og blýantur heyrðu sögunni til og höfðu vikið fyrir tölvu, prentara og interneti.

Fasteignasalan Höfði blandaði sér í hóp fyrstu fasteignasala sem komu sér upp heimasíðu til kynningar á fasteignum. Eignir voru skráðar á netið og myndir skannaðar inn þannig að væntanlegir kaupendur gætu skoðað eignirnar á tölvuskjá sínum í máli og myndum. Þróunin hélt áfram með tilkomu stafrænna myndavéla þar sem hægt var að færa myndir beint af myndavél yfir á tölvu og spara þannig tíma og fyrirhöfn. Þróunin í þessari tækni hefur verið stöðug og engin veit í raun hvenær þessi tæknibylting nemur staðar ef slíkt gerist þá nokkurn tíma. Samkeppni er óvíða meiri en á fasteignamarkaði og segja má að þeir lifi betur af sem fljótastir eru að tileinka sér tækninýjungar sem miða að því að ná betur til viðskiptavinarins.

Starfsstöð Fasteignasölunnar Höfða er að Suðurlandsbraut 52, Rvk (Bláu húsin við Faxafen)

Starfsmenn

Ásmundur Skeggjason
-
SJÁ NÁNAR
Brynjar Baldursson
Sölumaður
SJÁ NÁNAR
Jóhann Friðgeir Valdimarsson
Löggiltur fasteigna- og skipasali
SJÁ NÁNAR
Kristinn Tómasson
Viðsk.fr. MBA. Löggiltur fasteignasali
SJÁ NÁNAR
Runólfur Gunnlaugsson
-
SJÁ NÁNAR
Þórarinn Friðriksson
Löggiltur fasteignasali
SJÁ NÁNAR